Wednesday, April 9, 2008

Parhús til leigu í Valby

Dansk, English

Parhús á tveimur hæðum við Trekronergade í Valby er til leigu frá og með 1. júní 2008 vegna flutninga til Íslands. Húsið er 4ra herbergja, 127 fm að stærð og með húsinu fylgir bílskúr (ekki inni í fermetrafjölda), bílastæði og garður sem er er girtur af, sem er mjög hentugt fyrir barnafjölskyldu.


Neðri hæð: Forstofa, borðstofa, stofa, eldhús, baðherbergi með sturtu og þvottavél.


Efri hæð: Tvö rúmgóð svefnherbergi, vinnuhol, baðherbergi með sturtu.

Mjög stutt er í miðbæinn, u.þ.b. 10 mínútur á hjóli og enn styttra í verslunarmiðstöðvar s.s. Fisketorvet og Spinderiet. Stutt er í tvær lestarstöðvar, Valby Station og Ny Ellebjerg.

Tveir ísskápar, annar með frysti, uppþvottavél, þurrkari og þvottavél geta fylgt.

Húsið er laust frá og með 1. júní 2008. Lágmarksleigutími er 2 ár. Leiga er 15.000 dkr á mánuði, án hita og rafmagns, sem er um 1.000 - 1.500 dkr á mánuði. Þriggja mánuða fyrirframgreiðsla eða tryggingavíxill er skilyrði.

Nánari upplýsingar fást með því að senda póst á speggerts (hjá) gmail.com

No comments: